Umhverfiseitur Og Úrgangur

In Glogpedia

by s67qusajn
Last updated 5 years ago

Discipline:
Science
Subject:
Ecology

Toggle fullscreen Print glog
Umhverfiseitur Og Úrgangur

Umhverfiseitur og Úrgangur

My Prediction

2)Umhverfiseitur kemst auðveldlega inn í fituríka vefi í lífverum , því að umhverfiseitur eru oftast fituleysanleg efni, sem þýðir að þau leysast upp í fitu. Styrkur eiturefna fer eftir því hvar lífveran er stödd í fæðukeðjunni, vegna þess að eiturefnin safnast fyrir í lífverunum og þá tölum við um uppsöfnun eiturefna. Því ofar sem lífveran er í fæðukeðjunni því meira eiturefni hefur safnast fyrir í henni. Hjá sumum lífverum geta eiturefnin einnig borist frá móður til fósturs t.d. hjá spendýrum. (Susanne Fabricius o.fl. 2011:77)

1)Umhverfiseitur eru eitruð efni sem að safnast fyrir í fituvefjum lífvera og hafa skaðleg áhrif á þær. Efnin dreifast langar leiðir í náttúrunni, til dæmis með vindi og vatni. Þessi efni eru oft þrávirk efni. Þrávirk efni eru efni sem að brotna mjög hægt niður og geta því haft skaðleg áhrif á lífverur og náttúruna í marga áratugi, jafnvel aldir. (Susanne Fabricius o.fl. 2011:77)

3)Klóruð vetniskolefnissambönd eru dæmi um eiturefni sem finnast í umhverfinu. Þessi efni geta myndast þegar sorpi er brennt. Þá myndast eitt af skaðlegasta efni sem þekkist, díoxín. Fleiri klóruð vetniskolefnissambönd er skordýra eitrið DDT og PCB-efni, sem eru notuð í rafmagnsbúnað og sem varmaleiðarar. Öll vetniskolefni eru mjög skaðleg og geta komið í veg fyrir fjölgun dýra og geta jafnvel valdið krabbameini. Þessi efni hafa verið bönnuð síðan árið 2001. Málmar geta líka verið eiturefni og þá sérstaklega þungmálmar t.d. blý kadmín og kvikasilfur.(Susanne Fabricius o.fl. 2011:78)

5) Mestur hluti sorps er skaðlaus. Það er ekki vandinn. Vandinn myndast þegar allskonar sorpi og úrgangi er blandað saman, þá verður þetta stórt umhverfisvandamál. Þess vegna er mjög gott að flokka sorpið, 90% af öllum úrgangi er hægt að endurvinna, semsagt búa til nýja hluti úr þeim gömlu.(Susanne Fabricius o.fl. 2011:80)

6) Okkur finnst að bæði umhverfiseitur og úrgangur sé mjög stórt vandamál í heiminum. Það er mjög slæmt að allar lífverur jarðar þurfi að hafa eiturefni í fituvefjum sínum, mannanna vegna. Okkur finnst að allir ættu að endurvinna meira og hugsa betur um hverju við erum að henda og íhuga hvaða afleiðingar litlir hlutir geta haft á umhverfið.

?

?

Gerðir eiturefna

Hvað er umhverfiseitur

Umhverfiseitur í lífverum

Hvað skal gera?

Okkar skoðun

4)Úrgangur eru venjulegir hlutir og efni sem við notum í daglegu lífi, sem að fólk hefur ákveðið að losa sig við á einhvern hátt. Úrgangur getur verið af allskyns gerðum, það geta verið umbúðir, lífrænn úrgangur, plast, gúmmí, málmar, timbur, steinefni og gler. En einnig getur úrgangur verið af uppruna, það getur verið, heimilisúrgangur, landbúnaðarúrgangur, rekstrarúrgangur, byggingarúrgangur, hreinsunarúrgangur.(environice [án árs]Í dag kastar hver fjölskylda um það bil einu tonni af sorpi á ári og það myndar mikið álag á umhverfið. Nánast allt sorp fer á urðunarstaði eða til brennslu í sorpbrennslustöðvum, en það lagar ekki allan vanda. Með reyk frá sorpbrennslustöðvum getur eitur borist í andrúmsloftið. Frá urðunarstöðum getur lekið eitrað vatn út í umhverfið. Lífrænn úrgangur getur einnig haft slæm áhrif á umhverfið, við niðurbrot lífræns úrgangs mýndast metan og metan veldur gróðurhúsaáhrifum.(Susanne Fabricius o.fl. 2011:79)

Úrgangur

HeimildaskráEnvironice. [án árs] sótt 19. janúar 2015 af http://www.environice.is/default.asp?sid_id=12239'tId=1Susanne Fabricius, Fredrik Holm, Ralph Mårtensson, Annika Nilsson, Anders Nystrand. 2011. Maður og Náttúra. 1. útgáfa. Námsgagnastofnun, Kópavogi.


Comments

    There are no comments for this Glog.