Tyrkjaránid

In Glogpedia

by ASSnem12
Last updated 5 years ago

Discipline:
Social Studies
Subject:
European history

Toggle fullscreen Print glog
Tyrkjaránid

Tyrkjaránið

Hverjir voru Tyrkir?Á þessum tíma voru múslimar oftast kallaðir Tyrkir enda náði veldi þeirra um stóran hluta hins múslimska heims.

Tyrkjaránið á ÍslandiÁrið 1627 lögðu 12 ræningjaskip af stað frá Alsír norður á bóginn í venjulega ránsferð og komu 4 þeirra til Íslands.

Grindavík Fyrsta skipið kom að landi í Grindavík 20. júní. Þar rændu Tyrkirnir fólki og tveimur kaupskipum. Síðan sigldu þeir að Selunni á Álftanesi með það markmið að hertaka 3 skip, sem þar voru. Holgeir Rosenkranz, höfuðsmaðurinn á Bessastöðum hafði mikinn viðbúnað, hann lét hlaða virki við ströndina og flytja þangað byssur. Tyrkirnir ætluðu að snúa við þegar þeir sáu þetta, en þá strandaði skipið þeirra Austfirðir 2 næstu skip sem komu að landinu fóru til Austfjarða og þann 5.júlí lentu þeir við Lón. Þaðan fóru Tyrkir ránsferðir um nágrennið, allt til Fáskrúðsfjarðar.

VestmannaeyjarÞar á eftir sigldu skipin suður með landi og mættu þar 4. skipinu sem slóst með í förina. Þann 17. júlí komu skipin til Vestmannaeyja. Þar dvöldust Tyrkir í 2 daga og rændu og rupluðu. Frá Vestmannaeyjum höfðu þeir rænt um 240 föngum. Sagt er að þeir hafi tekið 380 fanga hérlendis en drepið 43. Þessi 3 skip héldu svo aftur til Alsír, ferðin tók 1 mánuð. Þegar þangað var komið var fólkið selt á uppboði. Eiginkona Hallgríms Péturssonar, Guðríður Símonardóttir var eitt helsta fórnalamb ræningjanna en hún var frá Vestmannaeyjum.

Afdrif fólksins sem þeir rænduSagt er að Tyrkir hafi tekið 380 fanga alls og drepið 43. Uppboð var haldið á fólkinu. Endalok þess urðu mjög misjöfn. Sagt er að um 100 hafi breytt yfir í múhameðstrú eða látið turnerast eins og það var kallað. Sumir þoldu illa loftslagið og þrældóminn og dóu. Mjög fáir sluppu og komust heim aftur.

HeimkomanHugmynd Tyrkjanna var að afla peninga með því að láta kaupa fangana lausa.Þess vegna var prestinum í Vestmannaeyjum,Ólafi Egilssyni, sleppt árið eftir að þeir komu til Alsír,svo að hann færi til Danmerkur og safnaði af peningum. Þegar hann kom þangað , átti konungur svo lítinn pening eftir að hafa tekið þátt í Þrjátíu ára stríðinu að enginn stuðningur fékkst þaðan. Ólafur hélt þá ferð sinni áfram til Íslands. Íslendingar voru ekki viljugir til þess að gefa peninga til þess að leysa fólkið út. Talið var að óvíst hvar peningarnir lentu, og þó að þeir kæmust að leiðarenda gæti verið að þeir sem best væri að fá til baka væru dauðir, og þeir einu sem leystir yrðu út væru þeir sem enginn saknaði. Á endanum kom Danakonungur með peninga fyrir ríki sitt og urðu 35 fangar keyptir lausir, en það þoldu ekki allir leiðina til Kaupmannahafnar, og nokkrir dóu á leiðinni. 27 fangar komust til Ísland og þá voru 10 ár liðin síðan þeim var rænt.

HeimildaskráÁrni Daníel Júlíusson. (1989 2. prentun 1990). Íslenskur sögu atlas frá öndverðu til 18. aldar . Reykjavík: Almenna bókafélagið Reykjavík.Leifur Reynisson. (2010). Sögueyjan 2 hefti 1520-1900. Kópavogur: Námsgagnastofnun.

Birta og Dafina


Comments

    There are no comments for this Glog.