Queen
by
6ge06
Last updated 7 years ago
Discipline:
Arts & Music Subject:
Music
Grade:
6


Brian May
Roger Taylor
John Deacon
Freddie Mercury
Queen var bresk rokkhljómsveit sem kom fram á sjónarsviðið 1970. Hún var stofnuð af Freddie Mercury söngvara sveitarinnar, Roger Taylor trommuleikara og Brian May gítarleikara í London sama ár. Félagarnir fengu ýmsa bassaleikara til liðs við sig áður en John Deacon var ráðinn bassaleikari sveitarinnar 1971.
Hljómsveitin var með allra vinsælustu rokk-hljómsveitunum á áttunda og níunda áratugnum og frá henni hafa komið heimsþekkt lög á borð við „Bohemian Rhapsody“, „We Will Rock You“ og „Killer Queen“. Lag þeirra Bohemian Rhapsody sem var gefið út á plötunni A Night at the Opera árið 1975 var kosið vinsælasta lag allra tíma árið 2007.
There are no comments for this Glog.